Print

98. Skýr sönnun (Al-Bayyina)

Written by Administrator. Posted in Kóranin

Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama

1. Þeir sem trúðu ekki, meðal Fólks Bókarinnar og meðal heiðingjanna, ætluðu ekki að breyta háttum sínum fyrr en til þeirra kæmi skýr sönnun:
2. Sendiboði frá Guði, sem fer með hreinar (heilagar) síður
3. Þar sem eru rétt rit
4. Og Fólk Bókarinnar varð ekki ósammála fyrr en það hafði fengið skýra sönnun.
5. Og þeim var ekki fyrirskipað nema að tilbiðja Guð, vera trú Honum í trú sinni og biðja reglulega og borga ölmusu skattinn, og þetta er hin rétta (sanna) trú.
6. Þeir sem trúðu ekki meðal Fólks Bókarinnar (og meðal heiðingjanna) munu dvelja í vítiseldi til eilífðar. Þeir eru verstir manna.
7. Þeir sem trúa og gera gott (góðverk), þeir eru bestir manna.
8. Laun þeirra eru hjá Drottni þeirra: Garðar Eden með rennandi ám, þeir munu dvelja þar um eilífð. Guð er ánægður með þá og þeir eru ánægðir með Hann. Þetta er fyrir þann sem óttast Drottin sinn.