Print

101. Hringingin/Ógæfan (Al-Qaria)

Written by Administrator. Posted in Kóranin

Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama

1. Hringingin! (Ógæfan!)
2. Hvað er hringingin? (ógæfan)
3. Og hvað veistu um Hringinguna (ógæfuna)?
4. Það er dagurinn, sem mannfólkið er eins og dreifður mölur
5. og fjöllin verða eins og laus ull
6. Og þá, sá sem er með þungt á voginni (af góðverkum)
7. hann mun lifa unaðslífi
8. Og sá sem er með létt á voginni (af góðverkum)
9. dvalarstaður hans verður hyldýpið
10. Og hvað veistu um það (hyldýpið)?
11. það er logandi eldur.