Print

105. Fíllinn (Al-fíl)

Written by Administrator. Posted in Kóranin

Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama

1. Hefurðu ekki séð hvað Drottinn þinn gerði við þjóð fílsins?
2. Gerði hann ekki samsæri þeirra að engu?
3. Og hann sendi gegn þeim fugla í flokkum
4. sem hentu í þá steinum úr bökuðum leir
5. og gerði þá eins og uppétin strá (þ.e. kornakur sem búið er að éta allt kornið af og aðeins visin strá eftir)