Print

107. Aðstoð (Al-Maún)

Written by Administrator. Posted in Kóranin

Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama

1. Hefurðu séð þann sem afneitar dómnum (dómsdegi)?
2. Það er sá sem skilur munaðarleysingjann eftir (án hjálpar)
3. og hvetur ekki (aðra) til að fæða hina fátæku
4. Ó vei þeim, sem biðja
5. og eru skeytingarlausir (kærulausir) með bænir sínar
6. sem eru að sýnast (biðja aðeins til að monta sig/sýna sig fyrir öðrum)
7. og neita aðstoð (til þeirra sem hana þurfa)