Print

Nýir múslimar!

Written by Administrator. Posted in ROOT

Í nafni Allah, hins náðuga, hins miskunasama!

Margir Íslendingar hafa fundið réttu leiðina og ákveðið að taka Islam sem sína trú. Þetta ferli getur oft reynst einstaklingum flókið þar sem að svo mikið af upplýsingum eru til staðar, bæði á internetinu og í bókum, að fólk einfaldlega týnist í þessu gríðarlega upplýsingaflóði. Internetið hefur einnig þann galla að þú getur fundið mjög marga einstaklinga sem titla sig sérfræðinga í Islam en eru svo að fara með rangt mál og leiða fólk í vitleysu.

Til að koma í móts við Íslendinga sem ætla að taka Islam höfum við ákveðið að birta góðar upplýsingar, sem hægt er að treysta á, hvað það er sem fellst í því að vera múslimi og hvað þarf að læra. Í fyrstu virðist þetta vera mjög flókið en í raun eru þetta ákaflega einfalt og auðvelt ferli sem á eftir að vera mjög skemmtilegt og spennandi - Megi Allah hjálpa þér á leið þinni til Islam.

  1. Til að byrja með er mjög mikilvægt  að reyna viðhalda því að biðja 5 sinnum á dag strax frá byrjun. Ef maður byrjar strax þá er auðveldara að aðlaga bænirnar að lífi sínu og viðhalda því. Einnig er gott að byrja á að koma sem oftast í Moskuna, læra frá reyndum múslimum og eignast vini sem hafa eitthvað sameiginlegt með þér, Islam.
  2. Til að geta framkvæmt bænina þarf að framkvæma Wudu(hreinsun) - Leiðbeiningar um hvernig skal framkvæma hana má finna hér (flash) En einnig má nálgast prentanlega útgáfu hérna.
  3. Múslimar biðja 5 sinnum á dag. Þetta er morgunbæn(fajir), Hádegisbæn(Duhr), Siðdegisbæn(Asr), kvöldbæn(Maghrib) og svo næturbænin(Isha). Fajir er 2 rakat, Duhr, Asr og Isha 4 rakat en Maghrib er 3 rakat.
  4. Mikilvægt er að reyna að biðja á réttum bænatímum - en ef það gefst ekki tími til þess þá hefur maður í raun allan tímann á milli bæna þ.e. ef að þú missir af Duhr þá getur farið að biðja einhvern tíman á milli Duhr og Asr. Þetta á við allar bænir nema Fajir þar sem nauðsynlegt þykir að biðja fyrir sólarupprás.
  5. Hérna eru svo leiðbeiningar hvernig bænin fer fram.
  6. Islamhouse gaf út mjög góða og einfalda bók sem ber heitið "How to Become a Muslim". Við mælum sterklega með því að allir lesi þessar bók til að byrja með. Bókin fer yfir mjög marga hluti í Islam og veitir gríðarlega mikið af upplýsingum á einfaldan og greinargóðan hátt. Bókin hefur reynst mörgum mjög gagnleg og er frábær leið til að læra sem mest um Islam á sem auðveldasta og skilvirkasta máta. Bókina má nálgast hér.
  7. Á leið þinni til Islam áttu eftir að rekast á mörg orð sem þú skilur ekki endilega. Orð einsog Zakat, Iftar, Suhoor og fleiri orð eru eitthvað sem einstaklingar eiga eftir að læra. Islamic Dictionary er frábær orðabók sem gefur útskýringar á flestum orðum sem tengjast Islam á greinagóðan og flottan hátt!
  8. Hérna má svo nálgast kóraninn á ensku ásamt arabísku letri og upplestri.

Ef einhverjar spurningar vakna þá má endilega senda fyrirspurninir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Megi Allah blessa þig veita þér þá hjálp og styrk sem þú þarft til að viðhalda trú þinni!