Spurt og svarað

Hvað þýðir Ramadan?
Ramadan er gamalt arabískt orð sem þýðir “Brennandi hiti”. Þetta er níundi mánuðurinn í íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar þurfa að fasta..

Hvað er islamska dagatalið?
Islamska dagatalið er tungldagatal en það þýðir að það fylgir hringferð tunglsins. Islamska dagatalið færist til baka um tíu daga ár hvert, sem þýðir að Ramadan er aldrei á sama tíma ár eftir ár samkvæmt vestrænu dagatali.

Hvað er Ramadan?
Ramadan er sá tími sem múslimar út um allan heim borða
hvorki né drekka frá dögun til sólarlags. Þetta er sá tími sem einstaklingar eiga að auka góðar gjörðir og reyna koma  í veg fyrir gjörðir sem eru geta leitt til reiði Allah.  Þetta er einnig sá tími sem við eigum að þakka Allah fyrir alla þá blessun sem hann hefur veitt okkur ásamt.því eigum við að framkvæma Dua, biðja fyrir þeim sem ekki njóta sömu blessunar.

Ramadan er níundi mánuði í islamska dagatalinu. Þetta er sá mánuður þar sem Allah opinberaði í fyrsta skipti Kóraninn til okkar ástkæra spámanns Muhammed (salAllahu alayhi wasalam)

Hve lengi er Ramadan?
Ramadan er oftast á á milli 29 og 30 dagar ár hvert en það fer eftir því hvenær sést til nýtt tungls

Hvað er fasta?
Múslimar hvorki borða né drekka neitt í Ramadan frá dögun til sólarlags. Þetta er kallað “Sawnm” (fasta) og er ein af 5 stoðum Islams. Múslimar vakna snemma á morgnanna, fyrir sólarupprás og fá sér “Suhur” sem er í raun bara venjulegur morgunmatur. Eftir þetta er fastað til sólseturs þar til “iftar” tími er kominn en þá er borðað.


Þar sem múslimar koma frá öllum heimshornum og með mismunandi menningabakgrunni og matarvenjur þá er ekkert eitthvað eitt sérstakt sem fólk þarf að borða í Shuhur eða Iftar heldur borðar fólk bara það sem hentar því hverju sinni.

Okkar ástkæri spámaður var vanur að hætta að fasta með því að borða döðlur og útskýrir það að hluta til afhverju þær eru mjög vinsælar í Ramadan..

Þarf ég að fasta?

Allir múslimar sem hafa náð kynþroska aldri, strákar og stelpur, verða að taka þátt í föstuinni á meðan Ramadan er. Eldra fólk, veikt eða ófrískar konur þurfa hinsvegar ekki að fasta en hinsvegar þurfa þau að vinna upp dagana sem þau misstu af eða borga mat fyrir fátæka enstaklinga í jafn langan tíma og ekki var fastað
.

Get ég fastað hálfan dag?
Ef þú er ungur einstaklingur sem hefur aldrei fastað áður þá er tilvalið að fasta bara til hádegis. Þetta er í raun frábær leið til að fá líkamann þinn til að venjast því að fasta svo að í framtíðinni verðuru færari í að fasta heilan dag. Mundu bara að tala við mömmu og pabba fyrst áður en þú byrjar á þessu.


Hvað gerist ef ég gleymi mér og borða óvart?
Ef þú hefur fengið þér eitthvað að drekka eða borða óvart á meðan þú ert að fasta, þá þarfti ekki að hafa áhyggjur! Þú mátt halda áfram að fasta út daginn og þarft ekki að vinna upp daginn seinna.

En þú verður að hafa það hugfast að þetta er aðeins ef þú gerðir þetta óvart. Ef þú hættir viljandi að fasta einhvern ákveðinn dag þá verðuru að sjálfsögðu að vinna hann upp.

Má ég bursta tennurnar á meðan ég fasta?
Já, að sjálfsögðu máttu það. Á meðan þú kyngir ekki vatn eða tannkreminu þá er það í fullkomnu lagi.


Má ég fara til tannlæknis meðan ég fasta?

Það er sjálfsagt að láta hreinsa og laga tennurnar á meðan þú ert að fasta – Á meðan það felur í sér að þú gleypir ekki neitt blóð, vatn eða lyf á meðan þessu fer fram.

Hvað með bólusetningar?
Bólusetningar eru í góðu þar sem  það eru engin næringaefni í bólusetningunni.

Má ég fara að synda í Ramadan?
Það er allt í lagi að fara synda á meðan Ramadan og í raun mælt með allri hreyfingu. En þú verður að vera viss um að ekkert vatn fari í magann þinn í gegnum nefið eða munn.

Má ég vera með varasalva á meðan Ramadan stendur?
Það má vera með varasalva á meðan Ramadan er á meðan þú reynir ekki að borða hann.

Má ég hreinsa munninn minn á meðan ég fasta?
Það er ekkert sem segir að þú megir ekki hreinsa munninn þinn á meðan þú fastar svo lengi sem þú passar bara upp á það að drekka ekki vatnið.

Ég er með astma, má ég nota úðalyfið mitt?
Að sjálfsögðu! Þú getur notað það án þess að brjóta föstunna þar sem þetta er í raun og veru bara þjappað loft sem fer inní lungu. Svo þetta er í fullkomu lagi!

Má ég naga neglunar?
Naga neglur eða húð, gleypa eitthvað efni(jafnvel ekki mat) er ekki leyfilegt á meðan föstunni stendur. Hinsvegar er gott að árétta það að ef einstaklingur gleypir eitthvað óvart þá skemmir það ekki föstuna.