Print

98. Skýr sönnun (Al-Bayyina)

Posted in Kóranin

Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama

1. Þeir sem trúðu ekki, meðal Fólks Bókarinnar og meðal heiðingjanna, ætluðu ekki að breyta háttum sínum fyrr en til þeirra kæmi skýr sönnun:
2. Sendiboði frá Guði, sem fer með hreinar (heilagar) síður
3. Þar sem eru rétt rit
4. Og Fólk Bókarinnar varð ekki ósammála fyrr en það hafði fengið skýra sönnun.
5. Og þeim var ekki fyrirskipað nema að tilbiðja Guð, vera trú Honum í trú sinni og biðja reglulega og borga ölmusu skattinn, og þetta er hin rétta (sanna) trú.
6. Þeir sem trúðu ekki meðal Fólks Bókarinnar (og meðal heiðingjanna) munu dvelja í vítiseldi til eilífðar. Þeir eru verstir manna.
7. Þeir sem trúa og gera gott (góðverk), þeir eru bestir manna.
8. Laun þeirra eru hjá Drottni þeirra: Garðar Eden með rennandi ám, þeir munu dvelja þar um eilífð. Guð er ánægður með þá og þeir eru ánægðir með Hann. Þetta er fyrir þann sem óttast Drottin sinn.

Print

99. Jarðskjálftinn (Al-Zalzala)

Posted in Kóranin

Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama

1. Þegar jörðin skelfur í (síðasta jarð-) skjálfta sínum.
2. og jörðin kastar upp byrðum sínum
3. og mannfólkið sagði “hvað er að henni?”
4. þann dag mun hún (jörðin) segja fréttir sínar
5. sem Drottinn þinn hefur opinberað henni
6. Þann dag mun mannfólking ganga fram í dreifðum hópum til að sjá gjörðir sínar (verk sín)
7. svo hver sá sem hefur gert (sem jafngildir) þyngd atóms af góðu mun sjá það
8. og hver

Print

101. Hringingin/Ógæfan (Al-Qaria)

Posted in Kóranin

Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama

1. Hringingin! (Ógæfan!)
2. Hvað er hringingin? (ógæfan)
3. Og hvað veistu um Hringinguna (ógæfuna)?
4. Það er dagurinn, sem mannfólkið er eins og dreifður mölur
5. og fjöllin verða eins og laus ull
6. Og þá, sá sem er með þungt á voginni (af góðverkum)
7. hann mun lifa unaðslífi
8. Og sá sem er með létt á voginni (af góðverkum)
9. dvalarstaður hans verður hyldýpið
10. Og hvað veistu um það (hyldýpið)?
11. það er logandi eldur.

Print

102. Aukningin/Samkeppnin (At-takathur)

Posted in Kóranin

Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama

1. Allsnægtir röskuðu athygli ykkar (frá Guði, sannleikanum)
2. Þar til þið heimsóttuð grafirnar
3. En nei, þið munuð vita (sannleikann)
4. En nei, síðan munuð þið vita
5. En nei, ef þið bara vissuð með vissu
6. Þið munuð sjá Helvíti
7. Síðan munuð þið sjá það með vissu
8. Síðan munuð.

Print

103. Tíminn eða Dagsetrið

Posted in Kóranin

Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama

1. (Ég sver) við tímann (dagsetrið/eftirmiðdaginn)
2. Sannanlega er maðurinn (mannkynið) villtur (á rangri braut)
3. Nema þeir sem trúa og gera góðverk, og hvetja hvern annan
(til að fylgja)